Mikil stemning var á veitingastaðnum Sushi Social í gær þegar japanski kaítaímeistarinn Nobuyuki Tajiri sýndi listir sínar og skar niður bláuggatúnfisk sem vó hátt í 200 kíló. Boðsgestir fengu að smakka kjötið af flikkinu en á meðal þeirra sem létu sjá sig voru Leifur Dagfinnsson, Eva Laufey Kjaran, Siggi Hall, Magnús Ármann og sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og skellti í sig skoti af túnfiskmerg án þess að blikna.
Tilefni viðburðarins er Túnfiskfestival sem hófst á staðnum í gær en næstu daga verður á boðstólum seðill sem samanstendur af spennandi túnfiskréttum.