Eva María Jónsdóttir og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, létu sig ekki vanta þegar Gallsteinar afa Gissa voru frumsýndir. Um er að ræða splunkunýjan fjölskyldusöngleik eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Torfi og Gríma búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi, pabbinn er viðutan vinnusjúklingur, bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli. Systkinin, Torfa og Grímu, dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Þau hafa fengið nóg af hollustufæði, hreingerningum og skipunum. Þau langar að flytja til afa Gissa, sem er síkátur sjóari á farskipum. Þar væru þau hamingjusöm. En skyndilega fær afi Gissi gallsteinakast sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir Torfa og Grímu og fjölskylduna að Sólblómavöllum sautján.
Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Margrét Sverrisdóttir.
Með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.
Þórunn María Jónsdóttir sviðsmynda- og búningahönnuður, Katrín Mist Haraldsdóttir aðstoðarleikstjóri, Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Karl Ágúst Úlfsson, Lárus Heiðar Sveinsson ljósamaður, Harpa Birgisdóttir hár og gervi, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri og Soffía Margrét Hafþórsdóttir gervi, smink og búningasaumur.
Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson leika systkinin í sýningunni.
Hávarður Tryggvason, Þórunn María Jónsdóttir, Marta Nordal, Ágústa Skúldadóttir leikstjóri og Lárus Heiðar Sveinsson ljósamaður.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Hávarður Tryggvason tónlistarmaður og Þórunn María Jónsdóttir leikmynda- og búningahönnuður.
Hjónin Marta Nordal, leikhússtjóri og Kristján Garðarsson arkitekt ásamt dóttur sinni, Hjördísi.
Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona ásamt dóttur sinni.
Gunnar Karlsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir.
Oddur Bjarni Þorkelsson prestur og Ljótur hálfviti ásamt dóttur sinni en eiginkona Odds, Margrét Sverrisdóttir leikkona, leikur í sýningunni.
Hlynur Hallsson ásamt dóttur sinni.
Sunna Borg leikkona ásamt eiginmanni sínum, Þengli, og barnabarni sínu sem heitir í höfuðið á afa sínum.