Mega hönnunarpartí í Geysi

Versl­un­in Geys­ir Heima stóð fyr­ir ein­um af vin­sæl­ustu viðkomu­stöðunum á Hönn­un­ar­Mars þetta árið. Fullt var út úr dyr­um við opn­un sýn­ing­ar Geys­is Heima á Hönn­un­ar­Mars því að þessu sinni voru sýnd verk frá tveim­ur vin­sæl­um hönn­un­art­eym­um í versl­un­inni. 

Bæði Theo­dóra Al­freðsdótt­ir og hönn­un­art­eymið 1+1+1 eru gera garðinn fræg­an þessa dag­ana og sýndu nýj­ustu verk sín í Geysi Heima yfir hönn­un­ar­dag­ana og því var versl­un­in troðfull af er­lend­um fjöl­miðlum og helstu hönn­un­ar­vit­um lands­ins við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar. 

Theo­dóra lauk masters­námi í vöru­hönn­un frá The Royal Col­l­e­ge of Art í London árið 2015 og hef­ur síðan þá unnið í London að eig­in verk­efn­um ásamt því að vinna fyr­ir aðra hönnuði, svo sem Phil­ippe Malou­in og Bet­h­an Laura Wood. Verk henn­ar snú­ast um þá sögu sem hlut­ir geta sagt okk­ur; verið til vitn­is um fram­leiðslu­ferlið sem þeir fóru í gegn­um, sagt til um hvað gerðist milli vél­ar, verk­fær­is, hand­verks­manns og efn­is með það að leiðarljósi að end­ur­skoða gildi efn­is­heims­ins í kring um okk­ur. 

1+1+1 er til­rauna­kennt sam­starf þriggja hönn­un­art­eyma - Hug­detta frá Íslandi, Aalto+Aalto frá Fin­landi og Petra Lilja frá Svíþjóð. Teymið not­ar óvenju­lega og súríal­ísla aðferð við að hanna nýja hluti. Hvert teymi hann­ar hlut í þrem­ur pört­um og er þeim síðan blandað sam­an við vör­ur hinna teym­anna. Útkom­an er óút­reikn­an­leg­ir nýj­ir hlut­ir sem eng­inn gat séð fyr­ir.

Versl­un­in stend­ur reglu­lega fyr­ir lista- og hönn­un­ar­sýn­ing­um og er þar starf­rækt galle­rí í versl­un­inni sem ein­fald­lega nefn­ist Kjall­ar­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda