Síðustu kvöldmáltíð Stefáns Karls fagnað

Vinir og fjölskylda Stefáns Karls Stefánssonar heitins fagnaði nýjum hamborgara í sól og sumaryl. Leikarinn féll frá í fyrra eftir harða baráttu við krabbamein. Eftirlifandi eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, rekur fyrirtækið Sprettu ásamt Soffíu Steingrímsdóttur. 

Það var fyrir um það bil ári síðan sem Hamborgarafabrikkan og Stefán Karl heitinn ræstu samstarfsverkefni en svo lagðist verkefnið í dvala eftir andlát hans. 

„Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til okkar og vildu klára verkefnið. Við erum þakklát og glöð fyrir að fá að taka þátt og minnast þessa einstaka manns með þessum hætti,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar og bætir við: 

Steinunn Ólína og Soffía Steingrímsdóttir hjá Sprettu, ásamt kokkateymi Hamborgarafabrikkunnar undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófust handa við æfingar og smakkanir fyrir nokkrum vikum og nú er borgarinn kominn. „Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Með ferskum sprettum, döðu-lauk-chutney
Sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Borinn fram í nýrri tegund af
dúnmjúku Fabrikkubrauði, með brakandi stökkum frönskum. Ég er alveg hreinskilinn þegar ég segi að þetta er einn besti hamborgari sem ég hefur farið á disk á Fabrikkunni.“

Af þessu tilefni hittust fjölskylda og vinir Stefáns Karls á Hamborgarafabrikkunni og brögðuðu borgarann. Þetta var falleg kvöldstund þar sem Steinunn Ólína hélt stutta tölu og minntist Stefáns og rifjaði upp tilurð samstarfsins. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann síðustu
kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ segir Steinunn Ólína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda