Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi. Það kemur ekki á óvart því hann hefur tekið að sér að skrifa leikverk sem ætlaði er til sýninga í Þjóðleikhúsinu fyrir 9. -10. bekk grunnskóla á komandi leikári. Matthías Tryggvi útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands 2018.
Eins og sjá má á myndunum var glatt á hjalla á Grímunni og allir í sumarskapi. Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut flest verðlaun eða sex talsins. Sýningin var tilnefnd til átta verðlauna og er því sigurvegari kvöldsins.