Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og myndlistarmaður opnaði sínu fyrstu einkasýningu á dögunum. Sýningin ber heitir Breathe In fer fram á Bismús á Hverfisgötu. Vel var mætt á sýninguna og lét kærastinn, Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur eins og hann er kallaður, lét sig ekki vanta.
Saga, sem er fædd 1986, lærði ljósmyndun við University of Arts í London. Saga er þekktust fyrir ljósmyndir sínar en sýnir nú í fyrsta skipti málverk í einkasýningu í Bismút. Ljósmyndir hennar hafa birst í fjölda tímarita um allan heim, hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Apple og Nike og unnið með tónlistarfólki á borð við Björk og M.I.A.
2014 sýndi hún í samsýningu í FOAM í Amsterdam og 2015 var hún valin af LEICA til þess að sýna í opnun höfuðstöðva fyrirtækisins í Wetzlar Þýskalandi. Á Íslandi hefur hún sýnt í Kling & Bang og Hafnarborg, sýningar sem hún vann í samstarfi við Hildi Yeoman.