Það var glatt á hjalla þegar Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Valli Sport frumsýndu lag sitt, Ofurkona. Þórunn Antonía var með son sinn með sér en hann fékk nýlega nafnið Arndald Þór. En hún gekk með hann á meðan lagið var í smíðum. Fjöldi kvenna sem Valli tók viðtal við mættu á forflutning lagsins Ofurkona. En texti lagsins byggir á viðtölum við um 40 konur um það hvað er að vera kona. |