Lilja Sigurðardóttir hélt magnað teiti

Lilja Sigurðardóttir les upp úr bók sinni, Helköld sól.
Lilja Sigurðardóttir les upp úr bók sinni, Helköld sól. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Lilja Sigurðardóttir glæpasagnarithöfundur fagnaði útkomu bókar sinnar, Helköld Sól, á Hótel Marina á dögunum.

Bókin fjallar um Ensk-íslensku systurnar Áróra og Ísafold sem búa hvor í sínu landi og talast ekki við. En þegar mamma þeirra nær ekki lengur sambandi við Ísafold krefst hún þess að Áróra fari strax til Íslands að finna hana. Þvert gegn vilja sínum flýgur Áróra heim í nístingskalda júníbirtuna og hrollurinn magnast þegar hún áttar sig á að systir hennar er ekki bara í fýlu heldur bókstaflega horfin. Sporlaust. Er Ísafold í felum fyrir ofbeldisfullum sambýlismanni sínum eða hefur eitthvað enn hræðilegra gerst?

Lilja Sigurðardóttir hefur að undanförnu sópað að sér verðlaunum fyrir bækur sínar. Gildran var tilnefnd til breska Gullrýtingsins, einna virtustu glæpasagnaverðlauna heims, og fyrir tvær síðustu sögur sínar, Búrið og Svik, hlaut Lilja íslenska Blóðdropann og þar með tilnefningu til norræna Glerlykilsins 2018 og 2019.

Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd í útgáfuboðinu. 

Jónína Leósdóttir, Sigurjón Kjartansson og Sigmundur Ernir Rúnarsson voru á …
Jónína Leósdóttir, Sigurjón Kjartansson og Sigmundur Ernir Rúnarsson voru á meðal gesta. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Magga Pála sambýliskona Lilju var að sjálfsögðu á staðnum.
Magga Pála sambýliskona Lilju var að sjálfsögðu á staðnum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda