Þjóðleikhúsið iðaði af lífi þegar Atómstöðin - endurlit var frumsýnd á föstudagskvöldið. Um er að ræða nýtt leikverk sem er byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Atómstöðin var umdeild þegar hún kom út 1948 en hún fjallaði um hitamál í íslensku samfélagi sem snerist um „sölu landsins“ og þátttöku þjóðarinnar í vestrænu varnarsamstarfi. En þetta er líka ástarsaga Uglu bóndadóttur og Búa Árlands sem er þingmaður og heildsali.
Una Þorleifsdóttir leikstýrir sýningunni en með aðalhlutverk fara Björn Thors og Ebba Katrín Finnsdóttir, hann í hlutverki Búa og hún Uglu. Aðrir leikarar í sýningunni eru Arnmundur Ernst Backhman, Hallgrímur Ólafsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Jónsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson, Edda Arnljótsdóttir og Eggert Þorleifsson.