Auður Jónsdóttir rithöfundur fagnaði útkomu bókar sinnar, Tilfinningabyltingin, í gær á efri hæðinni á Sólon. Troðfullt var út úr dyrum og mikið stuð. Bókin fjallar um skinaðarferli og hvað gerist í mannssálinni þegar hún tilheyrir ekki lengur stofnuninni hjónabandinu.
Bókin er einstaklega vel skrifuð, grátbrosleg og átakaleg. Í bókinni er ekkert dregið undan og ekkert verið að fegra þetta tímabil sem getur leitt fólk inn á hinar ýmsu brautir. Í viðtali við Smartland í vikunni sagði Auður frá því hvernig hún hafi fríkað út við skilnaðinn.
Eins og sést á myndunum var gleðin í forgrunni í boðinu enda á Auður þétt og gott bakland eins og kemur fram í bókinni.