Lokkandi en einnig særandi og beittur

Eirún Sigurðardóttir, Gulla Jónsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Edda Guðmundsdóttir.
Eirún Sigurðardóttir, Gulla Jónsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Edda Guðmundsdóttir.

Á Kvennréttindadaginn, föstudaginn 19. júní, var kvennaboð Multis haldið í gömlu Osta- og smjörsölunni að Snorrabraut 54. Tilefni þess að blásið var í partílúðrana var frumsýning á nýju  fjölfeldisverki eftir Gjörningaklúbbinn. Verkið heitir, Hælspyrna / Heel Kick, og er frá árinu 2020.  Listakonurnar Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir sem saman mynda Gjörningaklúbbinn voru á staðnum og töluðu um verkið, sem unnið var sérstaklega fyrir Multis.

Fjölmargar konur lögðu leið sína í kvennaboð Multis. Þar á meðal voru Hrund Gunnsteinsdóttir, Ásdís Spano, Helga Thors, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Arna Gerður Bang svo einhverjar séu nefndar. 

Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með femínískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunnar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.

Hælaskórinn hefur fylgt Gjörningaklúbbnum frá fyrstu tíð. Hann er lokkandi og hækkandi en einnig særandi og beittur. Hann er framakonunnar helsti félagi þrátt fyrir að reynast henni oft fjötur um fót þegar vikivaki framþróunarinnar er stiginn.

Multis er samstarfsverkefni þeirra Ásdísar Spanó og Helgu Óskarsdóttur myndlistarkvenna, eigenda Multis og ráðgjafa á sviði myndlistar. Áhersla er á kynningu, útgáfu og sölu áritaðra og tölusettra fjölfeldisverka eftir íslenska myndlistarmenn. Listamennirnir sem kynntir eru hjá Multis eru allir viðurkenndir samtímalistamenn.

Kristín Ólafsdóttir tekur þátt í gjörningi.
Kristín Ólafsdóttir tekur þátt í gjörningi.
Ásdís Spanó, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Helga Thors.
Ásdís Spanó, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Helga Thors.
Hrund Gunnsteinsdóttir ásamt dóttur sinni.
Hrund Gunnsteinsdóttir ásamt dóttur sinni.
Eirún Sigurðardóttir ásamt gesti.
Eirún Sigurðardóttir ásamt gesti.
Gjörningur þar sem gestir tóku þátt með því að skrifa …
Gjörningur þar sem gestir tóku þátt með því að skrifa eitt orð sem kom upp í hugann þegar horft var á verkið. Pungur og negla voru orðin sem voru dregin í lokin.
Eirún Sigurðardóttir, Arna Gerður Bang, Hanna Ólafsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Ásdís …
Eirún Sigurðardóttir, Arna Gerður Bang, Hanna Ólafsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir.
Flott verk hjá Gjörningaklúbbnum.
Flott verk hjá Gjörningaklúbbnum.
Edda Jónsdóttir ásamt öðrum góðum gestum.
Edda Jónsdóttir ásamt öðrum góðum gestum.
Ragnheiður Bogadóttir, Ásdís Spanó og Arna Gerður Bang.
Ragnheiður Bogadóttir, Ásdís Spanó og Arna Gerður Bang.
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Helga Thors.
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Helga Thors.
Natalie G Gunnarsdóttir.
Natalie G Gunnarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda