Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur og kærasti hennar, Benedikt Bjarnason, létu sig ekki vanta þegar heildsalan Bpro hélt glæsilegt sumarteiti í nýjum höfuðstöðvum við Smiðsbúð í Garðabæ.
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson héldu uppi stuðinu í teitinu en þar var líka hoppukastali fyrir þá sem vildu auka fjörið ennþá meira. Boðið var upp á grillaðar pylsur, popp og hressandi drykki og svo var hægt að komast í klippingu og á sjampóbarinn sem nýtur mikilla vinsælda.
„Við hjá Bpro vildum hlaða í eitt gott sumarpartyí og vegna kórónuveirunnar langaði okkur að fara extra varlega en hafa extra gaman á sama tíma. Við ákváðum því að fá Sagaevents með okkur í lið við skipulagningu og framkvæmd. Þau eru afar fær í að sjá um hvers konar viðburði og ekki skemmir fyrir að þau eru að vinna að rannsóknarskýrslunni „Nýr veruleiki viðburða“. Það blasir við okkur annað landslag eftir kórónuveiruna og margt komið til að vera líkt og sótthreinsigel og sóttvarnareglur. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Karitas Ósk Harðardóttur og er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna,“ segir Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro.
Eins og sjá má á myndunum var einstök stemning enda hætti að rigna og voru allir mjög þakklátir fyrir að komast út á meðal fólks. Allir gestir voru leystir úr með sprittgelinu Good Hope frá Davines sem hefur þann eiginleika að þurrka ekki hendurnar heldur mýkja þær.