Hörkustuð á fjarárshátíð Origo

Starfsfólk Origo skemmti sér á fjarárshátíð heima hjá sér um …
Starfsfólk Origo skemmti sér á fjarárshátíð heima hjá sér um helgina. Ljósmynd/Hari

Árshátíð Origo var haldin um helgina en hún var með sérstöku sniði þar sem um fjarhátíð var að ræða vegna Covid-19. Starfsfólk Origo hittust í netheimum, borðuðu heima veislumat og fylgdust með skemmtilegri dagskrá sem streymt var heim í stofu starfsfólks. Jón Jónsson, Bergur Ebbi, Bríet, Jóhanna Guðrún og Davíð voru öll með tónlistaratriði ásamt fleiri uppákomum sem féllu vel í kramið hjá starfsfólki. 

„Fjarhátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel. Við erum að nýta okkur tæknina enda erum við upplýsingatæknifyrirtæki og höfum verið að nýta okkur tæknina til að streyma viðburðum á okkar vegum síðustu mánuði. Um 500 manns skráðu sig á fjarhátíðina sem er sami fjöldi og undanfarin ár. Það myndaðist mjög góð stemmning í síðustu viku. Starfsmannafélagið afhenti partí gjafapoka til starfsfólks á miðvikudeginum og þá þá jókst spennan enn frekar. Það var m.a. skraut, nammi og happdrættismiðar í gjafapokunum,“ segir Helga Björg Hafþórsdóttir, formaður Starigo, starfsmannafélags Origo.

„Við erum búin að fá gríðarlega góð viðbrögð frá starfsfólki með viðburðinn sem fannst gaman að geta skemmt sér saman þótt um væri að ræða fjarhátíð í netheimum. Þótt hátíðin hafi verið fyrst og fremst haldin fyrir starfsfólk Origo þá erum við í Starigo líka ánægð með að geta stutt við tónlistarfólkið okkar og gera mögulegt að halda svona skemmtilegt gigg þrátt fyrir Covid-19. Ég verð að hrósa Senu sem aðstoðaði okkur að setja upp skemmtidagskránna með okkur,“ segir Helga Björg.

Öllu var tjaldað til þrátt fyrir að árshátíðin fór fram …
Öllu var tjaldað til þrátt fyrir að árshátíðin fór fram í netheimum. Ljósmynd/Hari
Það voru allir í stuði á árshátíðinni.
Það voru allir í stuði á árshátíðinni. Ljósmynd/Hari
Bergur Ebbi kom fram við góðar undirtektir.
Bergur Ebbi kom fram við góðar undirtektir. Ljósmynd/Hari
Í sparifötunum heima í stofu.
Í sparifötunum heima í stofu. Ljósmynd/Hari
Fjarlægðamörk voru virt á fjarhátíðinni.
Fjarlægðamörk voru virt á fjarhátíðinni. Ljósmynd/Hari
Fólk tók snúninginn heima í stofu.
Fólk tók snúninginn heima í stofu. Ljósmynd/Hari
Jóhanna Guðrún og Davíð komu fram á fjarárshátíðinni.
Jóhanna Guðrún og Davíð komu fram á fjarárshátíðinni. Ljósmynd/Hari
Bríet birtist á skjám starfsmanna Origos.
Bríet birtist á skjám starfsmanna Origos. Ljósmynd/Hari
Góð tækni skipti máli á árshátíðinni.
Góð tækni skipti máli á árshátíðinni. Ljósmynd/Hari
Bríet söng fyrir framan myndavél á árshátíðinni.
Bríet söng fyrir framan myndavél á árshátíðinni. Ljósmynd/Hari
Tæknimálin voru í góðum höndum.
Tæknimálin voru í góðum höndum. Ljósmynd/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda