Manuela Ósk mætti með ömmu

Manúela Ósk Harðardóttir og Jóhanna Norðfjörð.
Manúela Ósk Harðardóttir og Jóhanna Norðfjörð. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Manuela Ósk Harðardóttir mætti með ömmu sinni, Jóhönnu Norðfjörð, á hátíðarsýningu Vertu úlfur sem fram fór í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Frumsýningu var skipt í tvennt og var sú fyrri á föstudagskvöldið og seinni í gærkvöldi.

Verkið Vertu úlfur er byggt á sjálfsævisögu Héðins Unnsteinssonar en í bókinni talar hann opinskátt um geðhvörf sín. Vertu úlfur hrífur fólk með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Áhorfandinn fær innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu.

Björn Thors leikur aðalhlutverk í sýningunni og er leikstýrt af eiginkonu sinni, Unni Ösp Stefánsdóttur. Saman ná þau að búa til einstaka upplifun fyrir áhorfandann. Til þess að hreyfa við hverri einustu taug mannslíkamans var Elín Hansdóttir fengin til að sjá um leikmynd og myndbandshönnun. Filippía Elísdóttir sá um búningana og Valgeir Sigurðsson um tónlistina. 

Eins og sést á myndunum var einstök stemning í húsinu enda leikhúsgestir þakklátir fyrir að fá loksins upplyftingu andans, sem gerist eiginlega bara í leikhúsi.

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Salóme Halldórsdóttir, Kristinn Gauti Einarsdóttir, Herdís Þorsteinsdóttir og Sturlaugur Halldórsson.
Salóme Halldórsdóttir, Kristinn Gauti Einarsdóttir, Herdís Þorsteinsdóttir og Sturlaugur Halldórsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Kristján Jóhann Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir.
Kristján Jóhann Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Adda Steina Sigþórsdóttir, Signý Rósans, Gréta Þórey, Sigríður Elín, Halla …
Adda Steina Sigþórsdóttir, Signý Rósans, Gréta Þórey, Sigríður Elín, Halla Finnbogadóttir og Sigrún Sigurðardóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Þórður Gunnarsson og Berglind Pétursdóttir.
Þórður Gunnarsson og Berglind Pétursdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Arnar Pálsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Þröstur Sigurðsson og …
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Arnar Pálsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Þröstur Sigurðsson og Aðalheiður Rán Þrastardóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Elva Gísladóttir og Guðný Árdal.
Elva Gísladóttir og Guðný Árdal. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Sjöfn Pálsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Sjöfn Pálsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Katrín Arason, Karítas Gunnarsdóttir og Kjartan Ólafsson.
Katrín Arason, Karítas Gunnarsdóttir og Kjartan Ólafsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Bjarki Þorsteinsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Vilhjálmur Egilsson.
Bjarki Þorsteinsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda