20 bækur í fjórum flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2021. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. Höfundar ásamt lesurum, og í sérstökum tilfellum þýðendur, eru verðlaunaðir í fjórum bókaflokkum, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur og óskáldað efni. Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 25. mars næstkomandi.
25 hljóðbækur úr hverjum bókaflokki sem komu út á síðasta ári og fengu mesta hlustun og flestar stjörnur hjá Storytel fóru í almenna kosningu. Þar var fólki gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhaldstitil í hverjum flokki fyrir sig í opinni kosningu. Í kjölfarið fara nú fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fyrir fagdómnefndir sem er skipuð af Sverri Norland rithöfundi, Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur sjónvarpskonu, Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu og Sævari Helga Bragasyni, Stjörnu-Sævari, sem velja að lokum sigurvegara. Að auki mun yngri kynslóðin fá sína fulltrúa í vali í barna- og ungmennaflokki.
Dómnefndin mun hafa það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk enda er það trú aðstandenda verðlaunanna að með vönduðum lestri á góðu ritverki megi bæta við upplifun lesandans og hljóðbókin sé þannig sjálfstætt verk. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar verkanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem léð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári.
Orri óstöðvandi – Hefnd glæponanna
Höfundur: Bjarni Fritzson
Lesari: Vignir Rafn Valþórsson
Traustur og Tryggur - Allt á hreinu í Rakkavík
Höfundar:: Gunnar Helgason, Felix Bergsson
Lesarar: Gunnar Helgason, Felix Bergsson
Langelstur að eilífu
Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir
Eyðieyjan
Höfundur: Hildur Loftsdóttir
Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Langafi minn Súpermann
Höfundur: Ólíver Þorsteinsson
Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir
Hvítidauði
Höfundur: Ragnar Jónasson
Lesari: Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson
Stelpur sem ljúga
Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir
Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Fjötrar
Höfundur: Sólveig Pálsdóttir
Lesari: Sólveig Pálsdóttir
Fimmta barnið
Höfundur: Eyrún Ýr Tryggvadóttir
Lesari: María Lovísa Guðjónsdóttir
Illvirki
Höfundur: Emelie Schepp
Lesari: Kristján Franklín Magnús
Þýðandi: Kristján H. Kristjánsson
Húðflúrarinn í Auschwitz
Höfundur: Heather Morris
Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Hann kallar á mig
Höfundur: Guðrún Sigríður Sæmundsen
Lesari: Selma Björnsdóttir
Kokkáll
Höfundur: Halldór Halldórsson
Lesari: Halldór Halldórsson
Einfaldlega Emma
Höfundur: Unnur Lilja Aradóttir
Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Sextíu kíló af sólskini
Höfundur: Hallgrímur Helgason
Lesari: Hallgrímur Helgason
Björgvin Páll Gústavsson án filters
Höfundar: Sölvi Tryggvason, Björgvin Páll Gústavsson
Lesari: Rúnar Freyr Gíslason
Óstýriláta mamma mín og ég
Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir
Lesari: Sæunn Kjartansdóttir
Ljósið í Djúpinu
Höfundur: Reynir Traustason
Lesari: Berglind Björk Jónasdóttir
Útkall - Tifandi tímasprengja
Höfundur: Óttar Sveinsson
Lesari: Óttar Sveinsson
Manneskjusaga
Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir
Lesari: Margrét Örnólfsdóttir