Það var fjör í Háskólabíói þegar heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd. Fræga fólkið flykktist á myndina en hún segir frá svaðilför Hatara í Eurovision 2019 og hvað gerðist þar á bak við tjöldin.
Hljómsveitin Hatari var stofnuð 2016 og þegar hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins var hún ekki svo þekkt. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens Hannigan og Einar Hrafn Stefánsson en þegar bandið steig á svið í Eurovision voru 13 manns í hópnum sem innihélt leikara, dansara og hönnuði. Hópurinn fór í óvissuferð 2. maí 2019 og vissi enginn hvernig þetta ævintýri myndi enda.