Það var einstök stemning í Smáralind þegar Svava Johansen og Björn Sveinbjörnsson eigendur NTC opnuðu nýja og glæsilega Galleri 17 verslun. Í versluninni eru seld merki frá Samsøe Samsøe, Envii, Carhartt, Matinique, Calvin Klein, NA-KD, Libertine, Levi‘s, Kenzo, Just Female og Neo Noir svo einhver merki séu nefnd.
Hönnunin á versluninni er heillandi en þegar hún var hönnuð var innblástur sóttur í náttúruna. Grænn gróður er áberandi og poppar upp stílhreinar innréttingar. Samspilið er þannig að öll fallegu fötin fái að njóta sín sem best.
DJ Dóra Júlía sá til þess að fjörið væri í forgrunni í teitinu en hún er einn eftirsóttasti plötusnúður landsins.
Eins og sést á myndunum var gleði í loftinu enda þessi árstími þar sem fólki dreymir um ný föt, fjör og ferðavinninga!