Geir Ólafsson hélt uppi stuðinu í bólusetningunni

Landsmenn er farið að þyrsta í teiti og mannamót eftir alla inniveruna sem kórónuveiran kallaði fram. Það að fá að mæta í bólusetningu er orðið svolítið eins og að mæta á djammið og fólk hefur upp til hópa orðið svo spennt að það hefur undirbúið sig sérstaklega. Fólk hefur ákveðið daginn áður hverju ætti að klæðast því einhverjir hafa haft orð á því að það að mæta í bólusetningu sé eins og að mæta á árgangamót. Ekki hefur Smartland þó fengið upplýsingar um að fólk hafi mætt sérstaklega í hár og förðun fyrir bólusetninguna, en ekki er útilokað að sá aðili sé til. 

Í síðustu viku skemmti plötusnúðurinn Daddi diskó diskókynslóðinni sem mætti í Laugardalshöll til að fá bólusetningu. Einhverjir höfðu á orði að það að mæta í bólusetningu hefði verið eins og að mæta á skemmtistaðinn Hollywood nema lýsingin hafi verið töluvert verri. Svo vantaði dansgólfið sem enn er í minnum haft af Hollywood-kynslóðinni. 

Í dag er hins vegar boðið upp á Geir Ólafsson söngvara sem söng aríur fyrir gestina eins og sést á þessu myndbandi. Hann söng 'O Sole Mio eftir Eduardo di Capua. Svo tók hann fleiri smelli eins og Fly Me To The Moon og endaði innkomu sína með því að láta alla klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki og lögreglu. 

Í síðustu viku var haft eftir Þórði Vilbergi Oddssyni, sem er fæddur 1966, í viðtali í Morgunblaðinu að honum hafi þótt erfitt að slaka á í bólusetningunni. Hann vildi meina að það hefði verið svo mikið stuð þegar Elton John söng Don´t Go Breaking My Heart að það hefði truflað.

Tónlist Geirs Ólafssonar hefur vonandi ekki skapað spennu hjá gestunum enda aríurnar frekar róandi frekar en hitt. Nú er bara spurning hvenær Stjórnin verður kölluð til eða Herra Hnetusmjör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda