Átakið Gefðu fimmu, sem góðgerðarfélagið 1881 stendur fyrir, fagnaði átakinu á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Að verkefninu standa Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir, Hálfdán Steindórsson eigandi Vinnustofu Kjarvals, Jón Gunnar Geirdal almannatengill og Helga Ólafsdóttir framkvæmdastjóri 1881.
Gefðu fimmu er hreyfiáskorun sem gengur út á að gefa peninga til styrktar Rjóðrinu, sem er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn.
Nú er bara að taka upp veskið og skora á vini og ættingja að gefa peninga og efla heilsuna með aukinni hreyfingu!