Óttar og Þórarinn tóku partívaktina

Óttar Guðmundsson og Þórarinn Tyrfingsson.
Óttar Guðmundsson og Þórarinn Tyrfingsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Óttar Guðmundsson geðlæknir og Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi yfirlæknir á Vogi létu sig ekki vanta í teiti til Einars Más Guðmundssonar. Einar Már var að senda frá sér skáldsöguna Skáldleg afbrotafræði og var útgáfunni fagnað í Eymundsson á Skólavörðustíg. 

Skáldleg afbrotafræði er makalaus aldarfarssaga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar.

Nýjar hugmyndir eru á kreiki í veröldinni og upplýsingarstefnan að ryðja sér til rúms, meira að segja í örsmáu sjávarþorpi á hjara veraldar. Prestar og hreppstjórar ráða enn örlögum smælingja en alþýðan er farin að átta sig á óréttlætinu og það styttist í að hún láti verkin tala.

Hér eru ótal þræðir á lofti; gleði og sorg, kúgun og frelsi, sögulegur fróðleikur í bland við yfirskilvitleg fyrirbæri, magnaðar persónur og misfagrir hugarheimar – og allt þetta fellir höfundurinn saman í þéttan og margslunginn vef eins og honum er lagið.

Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér tugi skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima.

Eins og sjá má á myndunum er hann ekki bara góður í að skrifa bækur heldur prýðilegur partíhaldari!

Einar Már Guðmundsson og Gestur Guðmundsson.
Einar Már Guðmundsson og Gestur Guðmundsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Þóra Þóroddsdóttir og Embla Teitsdóttir.
Þóra Þóroddsdóttir og Embla Teitsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Þórunn Jónsdóttir, Berljót Þorsteinsdóttir og Unnur Ólafsdóttir.
Þórunn Jónsdóttir, Berljót Þorsteinsdóttir og Unnur Ólafsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Einar Már Guðmundsson áritar bók sína.
Einar Már Guðmundsson áritar bók sína. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Einar Már Guðmundsson og Gunnar Bollason.
Einar Már Guðmundsson og Gunnar Bollason. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Einar Már las upp úr bók sinni.
Einar Már las upp úr bók sinni. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Jens Baldursson og Erlingur Hansson.
Jens Baldursson og Erlingur Hansson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Guðmundur Hrafn Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Hrafn Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda