Emil Hjörvar hélt glæsiteiti

Emil Hjörvar Petersen og Óskar Guðmundsson.
Emil Hjörvar Petersen og Óskar Guðmundsson.

Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen, fyrsta prentaða bók Storytel á Íslandi, er komin út. Af því tilefni hélt hann útgáfuhóf í Húsi máls og menningar. 

Hljóðbókin kom út 30. september síðastliðinn og hefur setið í efsta sæti á topplista íslenskra hljóðbóka síðan þá en í gær kom prentaða útgáfan í verslanir. Útgáfa bókarinnar markar tímamót því Storytel gefur hana einnig út á prenti og er þar með þátttakandi í jólabókaflóðinu. 

„Ég er að sjálfsögðu hæstánægður með viðtökurnar og feginn því að bókin sé komin út og það á öllum formum. Þetta er saga sem hefur verið mér hugleikin lengi og ég gæti ekki beðið um betra samstarf um útgáfu,“ segir Emil Hjörvar Petersen.

Hælið er hroll­vekj­andi skáld­saga með sögu­legu ívafi, sögu­sviðið er gamla Kópa­vogs­hælið, sem bæði hef­ur verið berkla­hæli og holds­veikra­spítali, og svæðið við botn Kópa­vogs þar sem á öld­um áður var þingstaður og saka­menn meðal ann­ars tekn­ir af lífi. Ugla, Leif­ur og ung­ling­ar þeirra tveir flytja í nýtt hverfi í námunda við hælið og allt virðist leika í lyndi. Fljót­lega fer að bera á óhugnaði sem virðist tengj­ast skugga­legri fortíð staðar­ins.

Stella Soffía Jóhannesdóttir og Viborg Davíðsdóttir.
Stella Soffía Jóhannesdóttir og Viborg Davíðsdóttir.
Sigursteinn Másson og Stefán Hjörleifsson.
Sigursteinn Másson og Stefán Hjörleifsson.
Vilborg Davíðsdóttir, Emil Hjörvar Petersen og Arngrímur Vídalín.
Vilborg Davíðsdóttir, Emil Hjörvar Petersen og Arngrímur Vídalín.
Helga Jóna Sigurðardóttir, Friðrik Sturluson og Sólveig Pálsdóttir.
Helga Jóna Sigurðardóttir, Friðrik Sturluson og Sólveig Pálsdóttir.
Emil Hjörvar Petersen og Elísabet Hafsteinsdóttir.
Emil Hjörvar Petersen og Elísabet Hafsteinsdóttir.
Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Stefán Hjörleifsson, Óskar Guðmundsson og Helga Jóna Sigurðardóttir.
Stefán Hjörleifsson, Óskar Guðmundsson og Helga Jóna Sigurðardóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda