Urðu 40 ára og giftust sjálfum sér

Sigrún Helga Lund tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður eru búnar að vera vinkonur lengi og ákváðu fyrir um áratug að þær ætluðu að halda saman upp á 40 ára afmæli sín. Þær eru báðar fæddar 3. febrúar hið herrans ár 1982. Það var á því tímabili í lífi þeirra sem þær stofnuðu samtök um bíllausan lífsstíl. Draumurinn um sameiginlegt 40 ára afmæli rættist á föstudaginn þegar þær blésu til glæsilegs teitis sem endaði með brúðkaupi. Þær giftust þó ekki hvor annarri heldur ákvað hver fyrir sig að giftast sjálfri sér og kom það í hlut Kamillu Einarsdóttur rithöfundar að gifta þær. 

„Giftingarhugmyndin var fyndin því okkur hafði báðum dottið hún í hug. Við höfum verið einhleypar meira og minna síðustu ár og því var það fjarlægt að við myndum gifta okkur á næstu árum. Okkur langaði að fara í brúðarkjól og þetta var einhvern veginn brúðarkjólastemning,“ segir Arndís og Sigrún tekur undir.

„Í staðinn fyrir að giftast hvor annarri ákváðum við að giftast sjálfum okkur. Ég ákvað að giftast mér og hún sér," segir Sigrún. 

Í miðju boði skiptu þær úr afmæliskjólum yfir í brúðarkjóla og þegar Brúðkaupslag Todmobile var spilað gengu þær upp á svið í Iðnó. Þetta vakti mikla gleði á meðal afmælisgestanna. Arnór Pálmi og Elísabet Ólafsdóttir voru veislustjórar og pössuðu upp á að ekkert myndi klikka. Svo settist Arndís fyrir aftan trommusettið í brúðarkjólnum og spilaði Go slow með hljómsveitinni HAIM. 

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir og Sigrún Helga Lund.
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir og Sigrún Helga Lund. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Sigrún Helga Lund og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir fengu Kamillu …
Sigrún Helga Lund og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir fengu Kamillu Einarsdóttur til að gifta sig. Þær giftust þó ekki hvor annarri. Arndís keypti sinn kjól í Gyllta kettinum en Sigrún var í gömlum kórkjól sem hún klæddist þegar hún var í kór Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kristinn Jón Ólafsson og Halldóra Mogensen.
Kristinn Jón Ólafsson og Halldóra Mogensen. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Andrés Ingi Jónsson, Hildur Lilliendahl og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir.
Andrés Ingi Jónsson, Hildur Lilliendahl og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Hiwa Koliji og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir.
Hiwa Koliji og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Helgi Hrafn Gunnarsson og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir.
Helgi Hrafn Gunnarsson og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Finnur Marino og Steinar Örn Stefánsson.
Finnur Marino og Steinar Örn Stefánsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Líf Magneudóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Derek Terell Allen og Snorri …
Líf Magneudóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Derek Terell Allen og Snorri Stefánsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Sigtryggur Magnason og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Sigtryggur Magnason og Svandís Dóra Einarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Líf Magneudóttir og Snorri Stefánsson.
Líf Magneudóttir og Snorri Stefánsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Arnór Pálmi og Elísabet Ólafsdóttir.
Arnór Pálmi og Elísabet Ólafsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Víðir Ramdani og Aron Eliasen.
Víðir Ramdani og Aron Eliasen. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Sigurður Hólm Gunnarsson og Björn Leví Gunnarsson.
Sigurður Hólm Gunnarsson og Björn Leví Gunnarsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Sigrún Helga Lund og Brynhildur Inga Erlingsdóttir Lund.
Sigrún Helga Lund og Brynhildur Inga Erlingsdóttir Lund. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Óskar Þór Sævarsson og Lena Sólborg Valgarðsdóttir.
Óskar Þór Sævarsson og Lena Sólborg Valgarðsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Gísli Ingimundarson, Brynhildur Inga Erlingsdóttir Lund og Sigurborg Selma.
Gísli Ingimundarson, Brynhildur Inga Erlingsdóttir Lund og Sigurborg Selma. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda