600 karldýr undir sama þaki og málverk falin í bílskúrum

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi, Baldur Kristjánsson ljósmyndari og Dagur B. Eggertsson …
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi, Baldur Kristjánsson ljósmyndari og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Á sjötta hundrað herramenn mættu á landsfrægt herrakvöld Íþróttafélagsins Fylkis í Árbæ, sem haldið var í þrítugasta sinn í síðustu viku. Þangað mætti til dæmis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann er alinn upp í Árbæ City eins og hverfið er kallað af fólki í innsta hring. Með honum var Hjálmar Sveinsson sem er ekki alinn upp í Árbæ City. Hvort þeir tóku leið 10 upp í Árbæ City er ekki vitað. Varla hafa þeir ferðast um með einkabíl. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stal senunni með ræðu sinni en hún var ein af fáum kvenkyns sem fékk inngöngu þetta kvöld. Á þessu herrakvöldi var einn mesti karl landsins, Gísli Einarsson, í Landanum fenginn til að sjá um veislustjórn. Hann var nánast óþekkjanlegur því hann var í jakkafötum - ekki lopapeysu. 

Eyþór Ingi og Andri Ívarsson sáu um að skemmta Fylkismönnum fram eftir kvöldi. Á þessum herrakvöldum er jafnan málverkauppboð og fleira sniðugt en Smartland Mörtu Maríu hefur heimild fyrir því að einhver málverk séu ennþá inni í bílskúr í Árbæ City og hafi ekki verið kynnt fyrir öðrum heimilismeðlimum. Það þarf nefnilega að finna rétta augnablikið til að afhjúpa dýrð sem fjárfest var í undir áhrifum Bakkusar konungs. 

Valur Fannar Gíslason, fv. leikmaður Fylkis og Arsenal og Valdimar …
Valur Fannar Gíslason, fv. leikmaður Fylkis og Arsenal og Valdimar Héðinn Sigurðsson eigandi Loka. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Eyþór Ingi lokaði kvöldinu eins og honum er einum lagið …
Eyþór Ingi lokaði kvöldinu eins og honum er einum lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Arnór Gauti Ragnarsson, Axel Máni Guðbjörnsson, Viðar Helgason og Daði …
Arnór Gauti Ragnarsson, Axel Máni Guðbjörnsson, Viðar Helgason og Daði Ólafsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hermann Björnsson, Pétur Óskarsson, Brynjar Jóhannesson og Valur Ragnarsson.
Hermann Björnsson, Pétur Óskarsson, Brynjar Jóhannesson og Valur Ragnarsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Katrín Jakobsdóttir og Björn Gíslason formaður Fylkis.
Katrín Jakobsdóttir og Björn Gíslason formaður Fylkis. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kjartan Magnússon, Helgi Áss Grétarsson, Einar Hjálmar Jónsson og Þórður …
Kjartan Magnússon, Helgi Áss Grétarsson, Einar Hjálmar Jónsson og Þórður Þórarinsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Halldór Birgir Bergþórsson og Hafþór Hafliðason eigendur Macron á Íslandi …
Halldór Birgir Bergþórsson og Hafþór Hafliðason eigendur Macron á Íslandi ásamt Ásgeiri Berki Ásgeirssyni leikmanni Fylkis. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Tómas Ingi Tómasson yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki og Þorvarður Lárus …
Tómas Ingi Tómasson yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki og Þorvarður Lárus Björgvinsson einn eiganda Arkís. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Andri Ívarsson uppistandari kom og kitlaði hláturtaugarnar.
Andri Ívarsson uppistandari kom og kitlaði hláturtaugarnar. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá 50skills.
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá 50skills. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Jón Steindór Þorsteinsson og Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari í Skálmöld.
Jón Steindór Þorsteinsson og Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari í Skálmöld. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Gísli Einarsson og Björn Gíslason.
Gísli Einarsson og Björn Gíslason. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kristján Valdimarsson og Valur Ragnarsson fyrrum leikmenn Fylkis.
Kristján Valdimarsson og Valur Ragnarsson fyrrum leikmenn Fylkis. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Arnar Geir Sæmundsson, Jón Evert Pálsson, Ingvar Haraldsson, Björn Orri …
Arnar Geir Sæmundsson, Jón Evert Pálsson, Ingvar Haraldsson, Björn Orri Ásbjörnsson, Alexander Ágúst Sverrisson, Benedikt Páll Hauksson og Daníel Freyr Guðmundsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál