Það var líf og fjör í Hörpu í gærkvöldi þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í þriðja sinn í Norðurljósasal við hátíðlega athöfn. Daníel Ágúst mætti í bleikum jakkafötum og unnusta hans, Anna Kolfinna, var í bleikum kjól. Daníel Ágúst las bók Óskars Guðmundssonar, Dansarann, inn hjá Storytel hlaut bókin verðlaun fyrir glæpasögu ársins.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokkum barna- og ungmennabóka, glæpasagna, skáldsagna, rómantískra bóka og óskáldaðs efnis. Sérstök heiðursverðlaun voru afhent fyrir ómetanlegt framlag á sviði hljóðbóka, líkt og fyrri ár, en auk þess voru nú í fyrsta sinn afhent sérstök fagverðlaun og verðlaun fyrir vinsælasta hlaðvarpið.
Bækur sem hlutu verðlaun á Íslensku hljóðbókaverðlaununum
Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Lesari: Salka Sól
Bróðir
Höfundur: Halldór Armand
Lesarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Einar Aðalsteinsson
Fjórar systur
Höfundur: Helen Rappaport
Lesari: Vera Illugadóttir
Þýðandi: Jón Þ. Þór
Tengdadóttirin
Höfundur: Guðrún frá Lundi
Lesari: Silja Aðalsteinsdóttir
Sigursteinn Másson fékk verðlaun fyrir Sönn íslensk sakamál og Vera Illugadóttir útvarpsstjarna fékk verðlaun fyrir Í ljósi sögunnar. Jóhann Sigurðarson leikari fékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskra hljóðbóka