Það var sannkallað stuð í tvítugsafmæli ræstingafyrirtækisins Sólar um helgina en partýið var haldið í nýju húsnæði fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Það var mikið lagt í skreytingar fyrir tvítugsafmælið sem voru allar í anda fyrirtækisins. Allar servíetturnar, blöðrurnar og blómin voru í gulum lit eins og lógó fyrirtækisins. Eins og sjá má á myndunum voru allir í sólskinsskapi enda ekki annað hægt á þessum vordegi.