2007 stemning á árshátíð Ölgerðarinnar

Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtu gestum árshátíðarinnar.
Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtu gestum árshátíðarinnar.

Það var fjör á starfsmönnum Ölgerðarinnar um helgina þegar fyrirtækið hélt glæsilega árshátíð í Prag í Tékklandi. Ekkert var til sparað til þess að gera árshátíðina sem glæsilegasta. Um 500 gestir voru á árshátíðinni og flutti fyrirtækið út íslenska skemmtikrafta til þess að tryggja hámarksfjör. 

Árshátíðin fór fram í kastala í Prag sem er sérlega glæsilegur. Hann er vanalega ekki leigður út fyrir skemmtanahald en það var gerð undantekning á því fyrir starfsmenn Ölgerðarinnar. Rósettur og kristalsljósakrónur er ríkulegur hluti af hönnuninni en á árshátíðinni sjálfri var mikið lagt í borðskreytingar og alla umgjörð þannig að gestum liði sem best. 

Hjálmar Örn Jóhannsson og Eva Ruza voru veislustjórar á árshátíðinni. Þau tvö eru ekkert blávatn þegar þau koma saman og náðu þau að halda vel utan um hópinn. Þegar formlegri dagskrá var lokið var haldið á fimm stjörnu hótelið sem gestirnir gistu á og þar sá Siggi Gunnars plötusnúður um að þeyta skífum. Hann var þó ekki einn á ferð þar til að halda uppi fjörinu því Æði-gengið, Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi voru á svæðinu og sáu til þess að enginn væri í fýlu.

Eins og sést á Instagram kunnu starfsmenn Ölgerðarinnar og fylgifiskar þeirra að meta þessa ferð og nutu þess í botn að komast út fyrir landhelgi. 

View this post on Instagram

A post shared by Laura Rimkute (@auskariuks)



View this post on Instagram

A post shared by Birgir (@birgirgud)

View this post on Instagram

A post shared by Laura Rimkute (@auskariuks)




Eva Ruza tók sig vel út í þessu glæsilega umhverfi.
Eva Ruza tók sig vel út í þessu glæsilega umhverfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál