Það var lif og fjör í Egilshöll í gærkvöldi þegar kvikmyndin um Elvis var frumsýnd. Myndin fjallar um ævi og feril Elvis Presley sem fór úr því að vera ungur og óþekktur söngvari yfir í að verða rokkstjarnan sem breytti heiminum. Bæði með söng sínum og hegðun á sviðinu. Beðið hefur verið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu en Elvis sló rækilega í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí en þar hlaut hún 12 mínútna lófatak að sýningu lokinni. Það er enginn annar en Baz Luhrman, sem gerði myndirnar The Great Gatsby, Moulin Rouge! og Romeo + Juliet, sem leikstýrir myndinni og skín handbragð hans bersýnilega í gegn.
Íslenskar stjörnur létu sig ekki vanta á frumsýningu myndarinnar en þar á meðal var Manuela Ósk Harðardóttir, Ásgeir Kolbeinsson og bíókóngurinn sjálfur Árni Samúelsson lét sig alls ekki vanta.
|