Baltasar og Sunneva geisluðu á frumsýningu Beast

Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel við frumsýningu Beast í …
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel við frumsýningu Beast í New York í gær. AFP

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Beast, var frumsýnd í New York í Bandaríkjunum í gær. Baltasar og kærasta hans Sunneva Ása Weisshappel listakona mættu í sínu fínasta pússi á frumsýninguna. 

Stórleikarinn Idris Elba fer með aðalhlutverk í myndinni en hann lét sig auðvitað ekki vanta á frumsýninguna. Myndin var frumsýnd í Museum of Modern Art í borginni sem aldrei sefur. 

Smartland ræddi við Baltasar um kvikmyndina í vor. „Þetta er um fjöl­skyldu. For­eldr­arn­ir hafa skilið að borði og sæng fyr­ir nokkru. Kon­an verður svo veik og fell­ur frá. Hún hafði lofað dætr­um sín­um tveim­ur að fara með þær til Afr­íku til þorps­ins þaðan sem hún er og pabb­inn ákveður að fara í þessa ferð með þær í staðinn,“ sagði Baltas­ar. Í ferðinni ger­ir ljón eitt þeim lífið leitt og lenda þau í mikl­um hremm­ing­um. „Þetta er svaka has­ar og ofboðsleg spenna en und­ir­tónn­inn er líka fal­leg fjöl­skyldu­saga.“

Beast verður frumsýnd hér á Íslandi hinn 24. ágúst.

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. AFP
Idris Elba og eiginkona hans Sabrina Dhowre.
Idris Elba og eiginkona hans Sabrina Dhowre. AFP
Baltasar Kormákur, Iyana Halley, Leah Jeffries, Will Packer, Idris Elba …
Baltasar Kormákur, Iyana Halley, Leah Jeffries, Will Packer, Idris Elba og Sharlto Copley. AFP
Iyana Halley, Idris Elba og Leah Jeffries.
Iyana Halley, Idris Elba og Leah Jeffries. AFP
Iyana Halley.
Iyana Halley. AFP
Isan Elba.
Isan Elba. AFP
Sharlto Copley.
Sharlto Copley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda