Árni Árnason rithöfundur var að gefa út sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna en áður hefur hann skrifað barnabækurnar Háspenna lífshætta á Spáni og Friðbergur forseti. Vængjalaus fjallar um Baldur sem er á krossgötum og ákveður að leggja út í óvissuna. Árni ætti að vera á heimavelli þar því sjálfur rak hann auglýsingastofu, Árnasyni, sem hann seldi til að elta drauminn sinn og skrifa bækur.
Útgáfuhóf bókarinnar fór fram í Tjarnarbíói og mættu fjölmargir gestir í boðið.