Harpa var full af kláru fólki í gær þegar Framúrskarandi fyrirtækjum var fagnað og viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur. Creditinfo hefur í þrettán ár veitt Framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur og þannig verðlaunað þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Eftir að búið var að veita viðurkenningar var boðið upp á skemmtilega og óhefðbundna dagskrá í Flóa á jarðhæð Hörpu.