Það var einstök stemning í Bíó Paradís þegar Anna María Bogadóttir arkitekt fagnaði útkomu bókar sinnar og kvikmyndar, Jarðsetningar.
Vel var mætt í boðið hjá Önnu Maríu. Þar var Helga Rakel Rafnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Helga Árnadóttir og Steve Christer svo einhverjir séu nefndir.
„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.”
Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða.
Anna María hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.
Samhliða bókinni gerði Anna María kvikmyndina Jarðsetningu þar sem áhorfendur verða vitni að niðurrifi byggingarinnar og mæta afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2018 og hvílir bankabyggingin nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld.
Ásgeir Brynjar Torfason er hér fyrir miðju.
Áslaug Þorgeirsdóttir, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hulda Hallgrímsdóttir og Arnhildur Pálmadóttir.
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Birna Geirfinnsdóttir.
Hjálmar Sveinsson, Bjargey Ólafsdóttir og Ingólfur Arnarson.
Hjördís Sóley Sigurðardóttir.
Pétur H. Ármannsson, Steve Christer og Hjálmar Sveinsson.
Nana Finnsdóttir er hér fyrir miðju.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir.