Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi, um helgina.
Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður-Evrópu og mun kvikmyndin keppa í svokölluðum Best of Fest-flokki og etja kappi við kvikmyndir frá öllum heimshornum.
Elfar Aðalsteins er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Í kvikmyndinni má finna einvalalið landsþekktra leikara, eins og Ólaf Darra Ólafsson, Söru Dögg Ásgeirsdóttur, Þorstein Bachmann, Heiðu Reed, Svein Ólaf Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Kristbjörgu Kjeld og Hinrik Ólafsson svo einhverjir séu nefndir. Tvær ólærðar leikkonur, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og eiginkona Elfars, Anna María Pitt, leika einnig í myndinni.