Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og annar höfundur glæpasögunnar Reykjavík, létu sig ekki vanta í boð breska sendiráðsins á dögunum. Tilefnið var Iceland Noir hátíðin en margir vel þekktir breskir rithöfundar lögðu leið sína til landsins.
Má þar nefna Richard Osman rithöfund og þáttakynni á BBC en hann hefur meðal annars stýrt þáttunum Deal or No Deal, Pointless og Richard Osman’s House of Games. Einnig var leikkonan Amanda Redman meðal gesta og verðlaunahöfundurinn Bernadine Evaristo.
Íslenskir rithöfundar létu auðvitað ekki sitt eftir liggja og mættu helstu metsöluhöfundar landsins í partíið.
Gestum var boðið upp á veitingar og breska drykki, meðal annars Hemingway kokteilinn ‘Death in the afternoon’ en með örlitlu íslensku Brennivíni var kokteillinn gerður með íslensku ívafi.