Hera og Ásgeir Kolbeins létu sig ekki vanta

Hera Gísladóttir, Alexander og Ásgeir Kolbeinsson.
Hera Gísladóttir, Alexander og Ásgeir Kolbeinsson. mbl.is/Mummi Lu

Hera Gísladóttir heilsumarkþjálfi og Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður mættu með son sinn Alexander á forsýningu Avatar: The Way of Water í Sambíóunum Egilshöll í gær. Það var mikil stemning á forsýningunni en myndin verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 16. desember. 

Blátt þema var á forsýningunni og gengu gestir bláan dregil og blár bjarmi lýsti upp salinn.

Leikstjórinn James Cameron sýnir aftur snilli sína með Avatar: The Way of Water sem er framhald af Avatar sem kom út fyrir 13 árum síðan og er enn þann dag í dag tekjuhæsta kvikmynd allra tíma á heimsvísu. Myndin gerist um áratug síðar en fyrri myndin og segir frá raunum Sully fjölskyldunnar er ný ógn stafar af gömlum vágestum. Fjölskyldan unga þarf gefa allt sem hún til þess að tryggja öryggi sitt og annarra sem búa á plánetunni Pandora.

Eftir frumsýningu voru bíógestir hæst ánægðir með myndina og langflestir á því að þetta sé mynd sem er nauðsynlegt að sjá í bíó. Því var vel við hæfi að frumsýningin færi fram í Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll en fyrir utan að þar sé að finna stærsta bíóskjá landsins þá er þar notast við tvo myndvarpa sem gerir þrívíddina mun dýpri og skarpari.

mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is/Mummi Lu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda