Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir og leikarinn Benedikt Erlingsson eru listrænt par. Þau létu glæsilegt teiti í Hafnarhúsinu ekki framhjá sér fara. Teitið var haldið í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin.
Menningarelíta Íslands mætti eins og hún lagði sig en á staðnum voru líka fjölmargir erlendir gestir. Ef það er einhversstaðar svalt að halda teiti þá er það einmitt á þessum eftirsótta stað sem Listasafn Reykjavíkur er. Nálægðin við höfnina og hafið eyðileggur heldur ekki stemninguna eins og landsmenn vita.