Það var vart þverfótað fyrir sérfræðingum á hinum ólíkustu sviðum í Hörpu í síðustu viku þegar ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni fór fram.
Michael Pollan, prófessor, blaðamaður og rithöfundur, var á meðal þeirra sem fluttu erindi ár ráðstefnunni og einnig þeir Dr. Rick Doblin en þeir eru á meðal áhrifamesta fólks í umræðunni um hugvíkkandi efni í heiminum í dag.
Eden Foundation skipulagði ráðstefnuna en það er Sara María Júlíusdóttir sem fer fyrir stofnunni sem hefur það að markmiði að styðja við þróun og nýsköpun á sviði hugvíkkandi meðferða.
Dr. Ben Sessa er breskur rithöfundur, geðlæknir og vísindamaður sem hefur í þrjá áratugi helgað líf sitt störfum og rannsóknum á sviði fíknar og áfallastreitu í Bretlandi.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í áföllum, lét sig ekki vanta enda hefur hann mikið fjallað um hugvíkkandi efni að undanförnu.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, og Sara María Júlíudóttir, aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Dr. Sherry Walling, höfundur Touching of Two Worlds og klínískur sálfræðingur frá Yale með sérþjálfun í notkun MDMA, hélt fyrirlestur og áritaði bækur á ráðstefnunni. Sherry stýrir hlaðvarpinu Zenfounder en í því hefur hún meðal annars fjallað um gagnsemi hugvíkkandi efna til að takast á við ópíóðafíkn sem og áföll. Bókina Touching of Two Worlds skrifaði hún í kjölfar þess að hafa misst föður sinn úr krabbameini og bróður sinn af völdum sjálfsvígs. Persónulegt áfall hennar varð til þess að hún skoðaði fjölbreyttari úrræði fyrir fólk sem er að takast á við sorg en hún hafði áður gert.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sara María Júlíudóttir, frumkvöðull á sviði hugvíkkandi efna og stofnandi Eden Foundation, sem stóð að ráðstefunni.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður fylgist með Glauber Loures de Assiz frá Chacruna Institute.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hannes Sasa, einn eiganda ferðaskrifstofunnar og viðburðafyrirtækisins Pink Iceland, og einn eiganda verslunarinnar Æsir sem selur græðandi CBD olíu á Hverfisgötu.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Lovísa Kristín Einarsdóttir, Sara María Júlíudóttir og Lovísa Ólafsdóttir sem allar komu að skipulagningu ráðstefnunnar.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Dr. Eric Vermetten, læknir við læknadeild Leiden háskóla, hélt áhrifaríkan fyrirlestur þar sem hann fjallaði um meðferð fólks sem gengið hefur í gegnum stríðsátök en sjálfur vann hann lengst innan hersins. Rannsóknir hans beina sjónum að áhrifum sálrænna áfalla úr líffræðilegum og geðrænum þáttum. Hann er höfundur bókarinnar Behavioral Neurobiology of PTSD, sem á íslensku gæti útlagst hegðunartaugalíffræði áfallastreituröskunar en í henni fjallar hann um tengsl taugalíffræði og áfalla. Hann er höfundur yfir 300 fræðilegra greina og hefur mikið kannað leiðir til að styðja hermenn og fólk á stríðshrjáðum svæðum til að komast í gegnum áföll.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sólveig Þórarinsdóttir, sem situr í stjórn samtakanna Hugvíkkandi, og stofnandi og fyrrverandi eigandi jógastöðvarinnar Sóla.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Lögmennirnir Karl Georg Sigurbjörnsson og Steinbergur Finnbogason.
Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, ásamt eiginkonu sinni Snædísi Evu Sigurðardóttur sálfræðingi.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Kaupsýslumaðurinn Sigurður Gísli Pálmason og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrrar rannsóknardeildar lögreglunnar, ræðir við bandarískan kollegga sinn.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Lovísa Kristín Einarsdóttir, einn stofnanda Eden Foundation, sem stóð að ráðstefnunni.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Lögreglustjórinn Sarko Gergerian frá Winthrop í Massachusetts var í pallborðsumræðum á ráðstefnunni en hann hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir að tala fyrir því að framlínustarfsfólki sé hjálpað að komast í gegnum áföll með MDMA auk þess sem hann hefur verið framarlega í baráttu fyrir mildari starfsháttum lögreglumanna í heimalandi sínu.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Jón Pálmason kaupsýslumaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður.
Bára Mjöll Þórðardóttir, Soffía Sigurgeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir, ráðgjafar á Langbrók tóku sig vel út.