Það var frábær stemning á Hafnartorgi síðastliðinn föstudag þegar grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson buðu í opnunarhóf í verslun sinni Mikado.
Mikado er hönnunarrými og lífstílsverslun með sterka áherslu á japanska og skandinavíska fagurfræði. Aron og Einar stofnuðu verslunina árið 2020 og sjá um að sérvelja hvern hlut hennar af mikilli kostgæfni.
„Hafnartorg er í mikilli grósku og eru spennandi tímar framundan. Við erum virkilega spennt fyrir nýja hverfinu, hér erum við komin í hóp rótgróinna verslana með heimsþekkt vörumerki sem hafa sannað sig í gegnum tímana tvenna,“ sögðu þeir Aron og Einar um hvers vegna Hafnartorg hefði orðið fyrir valinu sem staðsetning fyrir Mikado.