Það var létt yfir fólki þegar Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð formlega en hún hefur verið í tvö ár í undirbúningi. Sveitarfélögin á svæðinu, atvinnulífið og stjórnvöld koma að undirbúningi. Stofnaðilar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði voru í essinu sínu. Þau eru kannski ekki alltaf sammála þegar kemur að pólitík en þau hafa bæði ríkulegan húmor.