Fangaði útlit og hegðunarmynstur á einstakan hátt

Andri Snær Magnason, Baldvin Hlynsson og Kristín Gunnlaugsdóttir.
Andri Snær Magnason, Baldvin Hlynsson og Kristín Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd/Eythor Arnason

Tónlistarmaðurinn Baldvin Hlynsson opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu á miðvikudaginn sem ber titilinn „Tónbil“. Sýningin, sem er hluti af HönnunarMars, er á grunnhæð Hörpu dagana og stendur yfir til 11. maí. Í verkunum tengir Baldvin saman tónlist, grafík og eðlisfræði á nýjan og heillandi máta. 

„Tónbil er samspil tveggja tóna og má því segja að það sé næstminnsta byggingareiningin í tónlist á eftir stökum tónum. Kjarni sýningarinnar er að fanga útlit og hegðunarmynstur tónbilanna tólf sem er það tónakerfi sem við þekkjum í vestrænni tónlist,“ segir Baldvin sem gerir takmarkað upplag af verkum sínum. 

„Aftan á hverri mynd er límmiði með QR kóða svo hægt sé að hlusta á tónbilið horfa á myndband af því formast. Einnig fylgir texti um tónbilið í tónlistarlegu og sögulegu samhengi.“ 

Baldvin hóf rhythmískt píanónám í Tónsölum sjö ára gamall. Þar stundaði hann nám til fjórtán ára aldurs þegar hann byrjaði í Tónlistarskóla FÍH. Baldvin útskrifaðist frá Tónlistarskóla MÍT (áður FÍH) vorið 2018 þar sem hann lærði undir handleiðslu Eyþórs Gunnarssonar og Vignis Þórs Stefánssonar. Baldvin lauk B.A. gráðu í djasspíanóleik frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi vorið 2021 þar sem hann lærði hjá Lars Jansson og Adam Forkelid.

Baldvin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2017 sem bjartasta vonin í djass og blús í kjölfar plötu sinnar

<em>Renewal</em>

sem kom út árið áður.

Auk þess að vinna sem pródúsent í hljóðverum og hljómborðsleikari á sviði með listamönnum á borð við HipsumHaps, Sturla Atlas, ClubDub, Unnstein Manuel, Kristínu Sesselju, Auður, Herra Hnetusmjör, Snny, Siggu Ózk, Malen, Ágústu Evu, Salóme Katrínu, Salsakommúnunni og Draumförum hefur Baldvin komið margoft fram sem djasspíanóleikari og gefið út djassplötur.

Arnar Már Kristinsson og Ásvaldur Sigmar Guðmundsson.
Arnar Már Kristinsson og Ásvaldur Sigmar Guðmundsson. Ljósmynd/Eythor Arnason
Andrea Helga Jónsdóttir, Baldvin Hlynsson og Ólafur Bogason
Andrea Helga Jónsdóttir, Baldvin Hlynsson og Ólafur Bogason Ljósmynd/Eythor Arnason
Stefán Andrésson og Sindri Benedikt Hlynsson.
Stefán Andrésson og Sindri Benedikt Hlynsson. Ljósmynd/Eythor Arnason
Kolbeinn Arnarsson og Freyr Snorrason.
Kolbeinn Arnarsson og Freyr Snorrason. Ljósmynd/Eythor Arnason
Arnar Þorsteinsson og Þórður Kristjánsson.
Arnar Þorsteinsson og Þórður Kristjánsson. Ljósmynd/Eythor Arnason
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir og Þura Stína ásamt vinkonu.
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir og Þura Stína ásamt vinkonu. Ljósmynd/Eythor Arnason
Tanja Levý og Jökull Jónsson.
Tanja Levý og Jökull Jónsson. Ljósmynd/Eythor Arnason
Ásgeir Eðvarð Kristinsson og Marsibil Ósk Helgadóttir.
Ásgeir Eðvarð Kristinsson og Marsibil Ósk Helgadóttir. Ljósmynd/Eythor Arnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda