Það var mikil gleði og góð stemning á Reykjavík Marina hótelinu við Mýrargötu síðastliðinn fimmtudag þegar listahópurinn Eldklárar og eftirsóttar blésu til útgáfuhófs þar sem þær fögnuðu útgáfu á nýrri ljóðabók þeirra, Óumbeðin ástarbréf.
Eldklárar og eftirsóttar er sjálfstæður hópur listakvenna sem hefur komið fram sem spunahópur síðan árið 2021, en hópurinn hefur meðal annars sýnt með Improv Ísland, á Reykjavík Fringe og haldið sjálfstæðar sýningar í Tjarnarbíói.
Hópinn skipa þær Ebba Sigurðardóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir og Sunna Björg Gunnarsdóttir. Í þessari fjölbreyttu flóru má finna ljósmyndara, uppistandara, rithöfund, leikkonur, keramiklistakonu, lögfræðing, hagfræðing, mæður og fráskildar frúr.