Hvítt leyniboð eingöngu fyrir boðsgesti

Hvíta boðið er haldið víða um heim, þar á meðal …
Hvíta boðið er haldið víða um heim, þar á meðal í Miami og Mexíkóborg. Samsett mynd

Nýr menningarviðburður mun taka sín fyrstu skref hér á landi laugardaginn 8. júlí næstkomandi. Viðburðurinn ber nafnið Diner en Blanc og er matarboð í lautarferðarstíl undir berum himni. Gestum stendur til boða að koma með eigin veitingar en einnig verður hægt að panta mat frá viðburðarhaldara.

Allir gestir verða að mæta í hvítum fötum og er búist við að allt að 600 manns komi saman á þessum fyrsta viðburði af þessu tagi hér á landi. Ljóst er að viðburðurinn verði haldinn á höfuðborgarsvæðinu og boðið verður upp á rútuferðir þangað. Nánari staðsetning verður þó ekki gefin upp fyrr en sama dag og viðburðurinn verður haldinn.

Hvítur sjór gesta í Edmundston, Kanada.
Hvítur sjór gesta í Edmundston, Kanada. Ljósmynd/Michel Carrier

Haldið í fyrsta sinn á Íslandi

Diner en Blanc var fyrst haldið 1988 í París og hefur síðan vaxið gífurlega og er núna haldið í 120 borgum í 40 löndum um allan heim. Það eru þau Fabie Reid og Jimmy Moise sem standa á bak við viðburðinn hér á landi, en þau sjá einnig um sams konar viðburði í Orlando, Fort Lauderdale, Dubai og Haiti. Viðburðahaldararnir Víkingur Heiðar Arnórsson og Egill Tómasson sjá um framkvæmd hátíðarinnar hér heima.

„Þessi viðburður er nú þegar haldinn útum allan heim og myndi ég segja að Ísland sé augljós áfangastaður til þess að bæta við í flóruna, þar sem Ísland er svo heitur áfangastaður fyrir ferðamenn og landið okkar er svo fallegt. Fabie og Jimmy sem standa á bak við þessa hátíð hér á landi vildu stækka við sig þar sem allar hátíðirnar sem þau eru nú þegar með eru uppseldar á hverju ári og ganga eins og í sögu. Þau eiga vini sem búa hér heima sem hafa mælt með Íslandi og Jimmy sér einnig um frægt fólk sem fer til Miami sem mældu einnig með Íslandi,“ segir Víkingur Heiðar um tilkomu viðburðarins hér á landi.

Víkingur Heiðar segist hafa litlar áhyggjur af veðrinu, jafnvel þótt lítið hafi verið um sól á suðvesturhorninu það sem af er sumri. „Hátíðir á Íslandi hafa alltaf farið fram hvort sem er glampandi sólskin eða rigning. Góða veðrið var oft áður fyrr í maí og júní en hefur nú verið að færast yfir í júlí og ágúst. Ef allt færi á versta veg er þó alltaf gott að vera með varaplan,“ segir Víkingur.

Hressir gestir í Miami, Bandaríkjunum.
Hressir gestir í Miami, Bandaríkjunum. Ljósmynd/Allan Lim Choy

Eingöngu fyrir boðsgesti

Samkvæmt Víkingi hafa Svala Björgvins, Axel Birgis úr Brodies á FM957, Logi Geirs og Ragnheiður Theodórsdóttir nú þegar bókað borð fyrir sitt fólk. Getur hann ekkert gefið upp um aðra gesti eins og er.

Einungis er hægt að komast á þennan viðburð með boði frá þeim sem standa á bak við þetta eða frá gestum sem eru nú þegar að fara. Samkvæmt Víkingi er svo sannarlega enn hægt að fá boð um að koma. Þar sem þetta er fyrsta árið sem þessi viðburður er haldin og fólk enn að átta sig á því hvernig hann gengur fyrir sig, er hægt að skrá sig á biðlista um að komast á viðburðinn.

Það eru töluvert meiri líkur að menn komast á fyrsta ári heldur enn á seinni árum. Þegar myndir fara af stað á samfélagsmiðla hjá heimamönnum eiga allir sem ekki eru mættir eftir að hugsa af hverju þeir voru ekki þarna. Þar sem er takmarkaður fjöldi sem kemst að hjá hverjum borð leiðtoga, að þá verða þeir að vanda valið hverjir þeir vilja hafa með sér, sérstaklega á ári tvö. Allir sem hafa mætt á einn viðburð hafa beinan aðgang að kaupa miða á viðburðinn á næsta ári. Þegar þú ert kominn inn, er auðveldara fyrir vini þína til að komast líka þar sem eftir fyrstu umferð hafa þeir sem eru að fara rétt til að bjóða vini sem þau vilja taka með sér að kaupa miða.“

Þú getur skráð þig á biðlista til þess að komast á þennan viðburð með því að skrá þig hérna.

Gleði í Indianapolis, Bandaríkjunum.
Gleði í Indianapolis, Bandaríkjunum. Ljósmynd/Jessika Feltz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda