Frumkvöðlar framtíðarinnar komu saman í Grósku í Masterclass Startup SuperNova sem er tveggja daga námskeið í áætlanagerð sprotafyrirtækja. Guðmundur Fertram framkvæmdastjóri Kerecis, Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova, Tryggvi Björn Davíðsson meðstofnandi Indó og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju og næsti framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) voru með erindi.
Um er að ræða undanfara viðskiptahraðalsins Startup SuperNova en tíu teymi fá brautargengi í hraðalinn sjálfan sem hefst 9. ágúst. Eftir hefðbundinni dagskrá lauk var boðið upp á opinn hljóðnema og drykki. Þá tóku margir frumkvöðlar af skarið og kynntu sitt fyrirtæki við góðar undirtektir úr sal. Eins og sést mældist það vel fyrir.