Yesmine Olsson, veitingahúsaeigandi og dansari, fagnaði 50 ára afmæli sínu með alvöru hlöðuballi á sveitabæ tengdaforeldra sinna nálægt Hellu. Sólin skein og hlaðan var full út úr dyrum af frábæru fólki sem fagnaði með afmælisbarninu langt fram eftir kvöldi með söng, dansi og gamanmáli.
Mikið af þekktasta tónlistarfólki landsins var mætt til þess að fagna þessum stóra áfanga með Yesmine og skelltu flest sér upp á svið og tóku lagið til heiðurs afmælisbarninu.
Stórsöngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Sigga Beinteins, Erna Hrönn og Regína Ósk tóku lagið, Einar Bárðarson fór með tölu og nokkrir af meðlimum Skítamórals keyrðu ballið í gang. Yesmine er gift Arngrími Fannari Haraldssyni, betur þekktur sem Addi Fannar úr Skímó.
Veislugestir gæddi sér á ljúffengum mat frá veitingastaðnum Funky Bhangra, en hann er í eigu afmælisbarnsins og er að finna á Pósthús Mathöll.