Sverrir leiður yfir lögbanninu og breytir nafninu

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og líka skemmtistaðarins B, …
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og líka skemmtistaðarins B, sem áður hét B5. Ljósmynd/Aðsend

Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta nafni skemmtistaðarins í Bankastræti fimm, sem þekktur hefur verið sem B5, í B. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að lögbann var lagt á notkun heitisins B5.

„Okkur urðu á mistök þegar við gáfum staðnum nafn eftir eigendaskiptin í sumar, en heitið B5 reyndist í eigu einkahlutafélags. Síðan fór lögbannskrafan fram hjá mér þannig að málið rataði í þetta lögbannsferli. Þetta þykir mér miður og bið ég hlutaðeigandi afsökunar á því,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, sem ásamt unnustu sinni, Vestu Minkute, tók yfir rekstur Bankastrætis Club í byrjun júní. 

Yfirlýst markmið nýrra rekstraraðila var að endurvekja stemninguna sem áður einkenndi B5 og gera hann aftur að besta skemmtistað borgarinnar. Breytingum sem gerðar hafa verið á staðnum hefur verið afar vel tekið og er hann nú með vinsælli viðkomustöðum í skemmtanalífi Reykjavíkur. 

„Við erum því ekkert að flækja hlutina þegar við breytum nafni staðarins og fellum bara niður fimmuna í heitinu. Hér eftir nefnist hann B. Annað er óbreytt og gleðin áfram við völd á besta stað í bænum í Bankastræti 5,“ segir Sverrir. 

Um þess­ar mund­ir er unnið að end­ur­bót­um á staðnum. Hljóð- og ljósa­kerfi verða end­ur­nýjuð og úr­valið á barn­um verður stór­aukið. Lagt verður upp með gott og vandað úr­val af vín­um fyr­ir flösku­borð. Sverr­ir og Minku­te hafa ráðið Arn­ar Gauta Sverris­son inn­an­húss­ráðgjafa til þess að end­ur­hanna staðinn. Þau segja að það sé gert til þess að bæta upp­lif­un gest­anna. Þau lofa því líka að á staðnum verði boðið upp á bestu og vin­sæl­ustu plötu­snúðana og lofa gæðakokteil­um á góðu verði. 

„Heilsa og ör­yggi gesta okk­ar er al­gjört for­gangs­mál,“ seg­ir Sverr­ir og bæt­ir því við að auk plötu­snúða verði vin­sæl­ustu tón­list­ar­menn lands­ins fengn­ir til að spila á staðnum. 

Sverr­ir hef­ur áður látið til sín taka í viðskipta­líf­inu, bæði heima og er­lend­is.

„Ég hef í nærri ald­ar­fjórðung stundað ým­iss kon­ar viðskipti, þó mest fast­eignaviðskipti hér og í Bretlandi,“ seg­ir Sverr­ir sem auk þess hef­ur komið að kaup­um og sölu á gulli og demönt­um. Hann hef­ur stundað lána­starf­semi, veit­inga- og gisti­húsa­rekst­ur, rekið starfs­manna­leigu og fleira.

Arnar Gauti Sverrisson mun endurhanna B5. Sverrir Einar Eiríksson og …
Arnar Gauti Sverrisson mun endurhanna B5. Sverrir Einar Eiríksson og Vesta Minkute hafa fest kaup á staðnum. Ljósmynd/Samsett
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál