Stjörnurnar létu ekki sig ekki vanta í Smárabíó í gær þegar íslenska hrollvekjan Kuldi var frumsýnd. Kvikmyndin er byggð á bók Yrsu Sigurðardóttur en það er Erlingur Thoroddsen sem leikstýrir myndinni.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með aðalhlutverkið í myndinni en dóttir hans, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Í myndinni eru sagðar tvær sögur sem gerast á ólíkum tíma. „Ég leik mann hjá Barnaverndarstofu sem er að rannsaka mál upptökuheimilis; eitt drengjaheimili. Hin sagan er svo um drengjaheimilið fyrir þrjátíu árum. Í einkalífinu er ég að ala upp dóttur mína sem er nýbúin að missa mömmu sína,“ sagði Jóhannes í viðtali í Sunnudagsmogganum í lok ágúst.
Með önnur hlutverk fara meðal annars Selma Björnsdóttir, Elín Hall, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.