Vigdís Hafliðadóttir reif upp stemninguna

Margt var um manninn á lokadegi Startup Supernova.
Margt var um manninn á lokadegi Startup Supernova. Samsett mynd

Hátíðarsalur Grósku var þéttsetinn af sprotum, fjárfestum og bakhjörlum á lokadegi viðskiptahraðalsins Startup Supernova á dögunum, en Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og grínisti, opnaði viðburðinn við mikið lófaklapp. Viðskiptahraðallinn hefur staðið yfir í sex vikur en markmiðið með honum er að hraða framþróun þeirra sprota sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf.

Tíu öflugir sprotar kynntu verkefnin sín á lokadegi viðburðarins, en Startup Supernova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og vettvangur til tengslamyndunar við aðila í atvinnulífinu, reynda leiðbeinendur og frumkvöðla sem hafa yfir að ráða þekkingu og reynslu af sprotaumhverfinu.

Tíu fyrirtæki valin eftir strangt umsóknarferli

Í ár hófst hraðallinn á Masterclass þar sem fjölmargir sérfræðingar, fagaðilar og frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni og reynslu til fjölda sprotafyrirtækja. Tíu fyrirtæki voru svo valin til áframhaldandi þátttöku eftir strangt umsóknarferli.

Sprotarnir sem komu fram og kynntu hugmyndir sínar í hátíðarsal Grósku voru Knittable, Astrid, Synia, Quality Master, KuraTech, Lóalóa, ModulHR, Revolníu, Skarpur og Souldis.

Ýmsir áhorfendur höfðu á orði að mörg þessara nýsköpunarverkefna væru á heimsmælikvarða.

„Startup SuperNova hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu viðskiptahröðlum á Íslandi þar sem sprotafyrirtæki fá gott veganesti til að vaxa og dafna eftir að hraðli lýkur. Tíu frambærileg sprotafyrirtæki voru valin úr hópi fjölda umsókna og við sjáum að þar á meðal gætu leynst næstu sprotastjörnur Íslands. Við hlökkum til að fylgjast með þessum öflugu sprotum í framtíðinni,” segir Jenna Björk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Startup Supernova hjá KLAK – Icelandic Startups.

Startup Supernova er sam­starfs­verk­efni Nova og KLAK – Icelandic Startups með stuðningi Huawei þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Fjárfestar, sprotar og bakhjarlar í hátíðarsal Grósku.
Fjárfestar, sprotar og bakhjarlar í hátíðarsal Grósku. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ásta Olga Magnúsdóttir og Lemke Meijer svara fyrirspurnum dómnefndar.
Ásta Olga Magnúsdóttir og Lemke Meijer svara fyrirspurnum dómnefndar. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason, stofnendur Skarp.
Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason, stofnendur Skarp. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Gestir í hátíðarsal Grósku.
Gestir í hátíðarsal Grósku. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Fjárfestar á viðburði.
Fjárfestar á viðburði. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Davíð Haraldsson og Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, stofnendur Souldis.
Davíð Haraldsson og Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, stofnendur Souldis. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ásta Olga Magnúsdóttir stofnandi Astrid heldur lyftukynningu.
Ásta Olga Magnúsdóttir stofnandi Astrid heldur lyftukynningu. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir stofnandi Synia.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir stofnandi Synia. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Jón Þorsteinsson svarar dómnefnd eftir kynningu Nönnu Einarsdóttur í Knittable.
Jón Þorsteinsson svarar dómnefnd eftir kynningu Nönnu Einarsdóttur í Knittable. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Kristján Óli Ingvarsson og Árni Steinn Viggósson stofnendur KuraTech.
Kristján Óli Ingvarsson og Árni Steinn Viggósson stofnendur KuraTech. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Tinni Sveinsson einn af stofnendum Lóalóa.
Tinni Sveinsson einn af stofnendum Lóalóa. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda