Kvenskörungar skemmtu sér með forsetanum

Það var stuð og stemning á forsýningu heimildarmyndarinnar The Day …
Það var stuð og stemning á forsýningu heimildarmyndarinnar The Day Iceland Stood Still á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Samsett mynd

Heimildarmyndin The Day Iceland Stood Still eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist var frumsýnd á dögunum fyrir troðfullum sal á hinni árlegu RIFF-kvikmyndahátíð sem stendur nú sem hæst. 

Myndin fjallar um Kvennafrídaginn þegar 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf þann 24. október 1975 og lömuðu tímabundið íslenskt atvinnulíf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Með því komu þær Íslandi í fremstu röð í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu.

Salurinn var þétt setinn af góðum gestum. Pamela Hogan og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjórar heimildarmyndarinnar, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á sýninguna. Þá mættu Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú einnig á viðburðinn. 

Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Eliza Reid forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson forseti …
Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Eliza Reid forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF.
Glæsilegur hópur á forsýningunni.
Glæsilegur hópur á forsýningunni.
Annadís Rúdolfsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Annadís Rúdolfsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Jeff Kimball executive producer, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Pamela Hogan leikstjórar, …
Jeff Kimball executive producer, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Pamela Hogan leikstjórar, Kate Taverna klippari og Samantha Jinishian meðframleiðandi.
Pamela Hogan leikstjóri ásamt Margréti Magnúsdóttur söngkonu Vök.
Pamela Hogan leikstjóri ásamt Margréti Magnúsdóttur söngkonu Vök.
Ragnheiður Kristjánsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir.
Ragnheiður Kristjánsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir.
Veiga Grétarsdóttir Sulebust og Helga Guðmundsdóttir Snædal.
Veiga Grétarsdóttir Sulebust og Helga Guðmundsdóttir Snædal.
Sabine Westerhilm forstjóri Norræna hússins ásamt Hrönn Marínósdóttur.
Sabine Westerhilm forstjóri Norræna hússins ásamt Hrönn Marínósdóttur.
Titti Johanson og Helgi Felixson.
Titti Johanson og Helgi Felixson.
Salurinn var þétt setinn.
Salurinn var þétt setinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda