Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, á Suðurnesjum hélt ráðstefnu í Hljómahöllinni í bænum. Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes og stofnandi og framkvæmdastýra GeoSilica, sagði að henni hefði verið vel tekið þegar hún flutti til Ísland.
„Þau einbeittu sér að því hvað ég hafði en ekki að því sem mig skorti,“ sagði Fida Abu Libdeh opnunarinnleggi þar sem hún sagði frá sér og reynslu sinni að hefja nám á Ásbrú sem stelpa af erlendum uppruna á Íslandi.
Á ráðstefnunni voru fjölmörg erindi.
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi Gynamedica talaði um kraftinn innra með konum. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ talaði um fjölbreytt samfélag og Guðfinna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri LC ráðgjafar hélt erindi um kraftaverk á hverjum degi.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar var leynigestur á rástefnunni. Aðeins færri fávitar var loka erindið þar sem Sólborg Guðbrandsdóttir, rithöfundur, tónlistakona og brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna steig á svið.