Nýgift Svanhildur Nanna mætti í Sky Lagoon

Katrín Sigríður, Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Halldóra Skúladóttir, …
Katrín Sigríður, Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Halldóra Skúladóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir, Ólöf Hildur Pálsdóttir. Ljósmynd/JonfromIceland

Það skapaðist einstök stemning í Sky Lagoon á góðgerðatónleikunum Sungið með sorginni á þriðjudaginn þar sem GDRN, Magnús Jóhann, Salka Sól, Kalli Olgeirs og DJ Dóra Júlía komu fram.

Edda Björgvins, verndari verkefnisins, og Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opnuðu viðburðinn með hugvekju. Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann framkvæmdastjóri 1881 Góðgerðafélags, sem stendur að verkefninu, var í skýjunum með kvöldið.

„Tónleikarnir eru fyrsti liður í fjármögnun til styrktar Listasmiðju fyrir börn í sorg sem er samvinnuverkefni 1881 Góðgerðafélags og Sorgarmiðstöðvarinnar en Edda Björgvins er verndari verkefnisins,“ segir Katrín en Listasmiðjan mun bjóða upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi.

Sorgarmiðstöðin miðar að því að auka vitund og skilning samfélagsins á mikilvægi sorgarúrvinnslu og efla aðgengi að faglegri þjónustu við syrgjendur, meðal annars með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra.

Pálmi Másson, Nína Björg Magnúsdóttir, Halldór Meyer, María Haraldsdóttir.
Pálmi Másson, Nína Björg Magnúsdóttir, Halldór Meyer, María Haraldsdóttir. Ljósmynd/JonfromIceland

Rafmögnuð stemning

„Það var rafmögnuð stemning í lóninu í gærkvöldi. Við hjá 1881 Góðgerðafélagi erum í skýjunum með viðbrögðin við verkefninu og meyr og þakklát öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið með því að kaupa miða og eyða kvöldinu með okkur,“ segir Katrín. 

Það var farið að rökkva þegar dagskráin hófst og skapaði það notalega stemningu og létu gestir sem og listamenn rokið ekki á sig fá.

„Sérstakar þakkir fara til allra sem hjálpuðu okkur að standa fyrir þessum einstaka viðburði, Sky Lagoon, tix.is, Sorgarmiðstöðinni, HljóðX og magnaða tónlistarfólkinu sem steig á stokk og skapaði þessa hugljúfu upplifun,“ segir Katrín.

Bjarni Lúðvíksson, Helga Guðmundsdóttir, Fanný Huld og Markus Klinger.
Bjarni Lúðvíksson, Helga Guðmundsdóttir, Fanný Huld og Markus Klinger. Ljósmynd/JonfromIceland
Magna Jónmundsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann og Katrín Hrund Pétursdóttir.
Magna Jónmundsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann og Katrín Hrund Pétursdóttir. Ljósmynd/JonfromIceland
Hátt í þrjú hundruð manns mættu í lónið og nutu …
Hátt í þrjú hundruð manns mættu í lónið og nutu ljúfra tóna. Ljósmynd/JonfromIceland
Starfsfólk Sky Lagoon stóðu sig með glæsibrag.
Starfsfólk Sky Lagoon stóðu sig með glæsibrag. Ljósmynd/JonfromIceland
Katrín Sigríður, Andrea Gunnarsdóttir, Anna Lilja Marteinsdóttir, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir …
Katrín Sigríður, Andrea Gunnarsdóttir, Anna Lilja Marteinsdóttir, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir og Margrét Ríkharðsdóttir. Ljósmynd/JonfromIceland
GDRN tók lagið.
GDRN tók lagið. Ljósmynd/JonfromIceland
Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar.
Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar. Ljósmynd/JonfromIceland
Salka Sól hreyfði við gestum með sinni ljúfu rödd.
Salka Sól hreyfði við gestum með sinni ljúfu rödd. Ljósmynd/JonfromIceland
Það var góð stemning í lóninu.
Það var góð stemning í lóninu. Ljósmynd/JonfromIceland
Edda Björgvins, verndari verkefnisins og Katrín Sigríður, framkvæmdastjóri 1881.
Edda Björgvins, verndari verkefnisins og Katrín Sigríður, framkvæmdastjóri 1881. Ljósmynd/JonfromIceland
DJ Dóra Júlía spilaði fyrir gesti.
DJ Dóra Júlía spilaði fyrir gesti. Ljósmynd/JonfromIceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál