Fullt var út úr dyrum hjá bókaversluninni Eymundsson í Smáralind á laugardag þegar knattspyrnu- og landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir áritaði bók sína, Sveindís Jane – saga af stelpu í fótbolta. Langar raðir mynduðust snemma dags og hélst röðin fram undir lok útgáfuhátíðarinnar.
Knattspyrnukonan gaf sér góðan tíma til að spjalla við gesti og árita bækur, landsliðstreyjur og veggspjöld ásamt því að sitja fyrir á myndum með ungum aðdáendum sínum. Að útgáfuhátíðinni lokinni fór Sveindís Jane að hitta vinkonur sínar í íslenska landsliðinu og afhenti þeim öllum bók að gjöf.
Sveindís Jane, sem er 22 ára gömul, er uppalin hjá Keflavík en leikur í dag með þýska stórliðinu Wolfsburg.
Löng röð myndaðist fyrir fram áritunarborð Sveindísar Jane.
Ljósmynd/Aðsend
Sveindís Jane áritaði fjölda bóka.
Ljósmynd/Aðsend
Vinkonur Sveindísar. F.v. Anna Ingunn Svansdóttir, Íris Una Þórðardóttir, Sóley Björg Gunnarsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Katla María Þórðardóttir.
Ljósmynd/Aðsend
Kvikmyndaframleiðandinn Örn Marinó Arnarson mætti ásamt eiginkonu sinni, Herborgu Árnadóttur Johansen.
Ljósmynd/Aðsend
F.v. Arnór Sveinsson, Samúel Ingi Garðarsson, Sigurður Ingi Bergsson, Þóra Kristín Klemenzdóttir og Hermann Smelt.
Ljósmynd/Aðsend
Sveindís Jane ásamt umboðsmanni sínum Gylfa Sigurðssyni.
Ljósmynd/Aðsend
Fjölskylda Sveindísar Jane fögnuðu deginum með henni. F.v. Anna Sigga, systir Sveindísar Jane, Eunice móðir hennar og Jón Sveinsson faðir hennar ásamt Sveindísi Jane.
Ljósmynd/Aðsend
Knattspyrnukonan gaf sér góðan tíma með aðdáendum sínum.
Ljósmynd/Aðsend
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Ljósmynd/Aðsend
Aldís Magnea Norðfjörð og Guðrún Norðfjörð.
Ljósmynd/Aðsend
Sveindís Jane áritar fyrir Önnu Ingunni á meðan Barbára og Íris fylgjast spenntar með.
Ljósmynd/Aðsend
F.v. Dóra Sif Sigurðardóttir, Hildur Norðfjörð, Guðrún Norðfjörð, Arna Jónsdóttir og útgefandinn Sæmundur Norðfjörð ásamt Sveindísi Jane.
Ljósmynd/Aðsend
Landsliðskonurnar sáttar með bókina.
Ljósmynd/Aðsend